Íslendingabók -

Áhugi á forsetaframbjóðendum í Íslendingabók

Athyglisvert er að skoða áhuga notenda á ættum frambjóðenda til forsetakosninga 2024 eftir að þeir birtust í kappræðum í sjónvarpi. Þar er að finna fjölbreyttan hóp einstaklinga sem eru misjafnlega þekktir og eðlilegt að forvitni vakni um þá. Við skoðuðum hversu oft notendur röktu saman ættir sínar og frambjóðenda dagana 4. til 14. maí 2024 og hér má sjá niðurstöðurnar:

 • Halla Hrund Logadóttir 22%
 • Katrín Jakobsdóttir 11%
 • Halla Tómasdóttir 11%
 • Jón Gnarr 9%
 • Ásdís Rán Gunnarsdóttir 8%
 • Ástþór Magnússon 8%
 • Viktor Traustason 7%
 • Baldur Þórhallsson 7%
 • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 6%
 • Arnar Þór Jónsson 5%
 • Eiríkur Ingi Jóhannsson 3%
 • Helga Þórisdóttir 3%