Upplýsingar um ættleiðingar í Íslendingabók byggja á þeim gögnum sem fyrir liggja í opinberum heimildum. Einnig berast okkur upplýsingar frá notendum en nauðsynlegt er að slíkar ábendingar komi frá hinum ættleidda eða þeim sem næst honum standa.
Mörg kjörbörn leita til Íslendingabókar með óskir um hvernig þau vilji haga tengingum sínum við blóðforeldra eða kjörforeldra. Kjörbörn hafa val um að tengjast kjörforeldrum sínum eða blóðforeldrum í Íslendingabók en hafa jafnframt aðgang að ættum kjörforeldra með því að smella á nöfn þeirra í textaglugga. Við verðum góðfúslega við slíkum óskum.
Beiðnir um tengingu við kjörforeldra eða blóðforeldra þurfa að berast frá hinum ættleidda en forráðamanni sé einstaklingur undir lögaldri. Þó er viðurkennt að réttur blóðforeldris sem ekki vill tengjast ættleiddu barni sé ávallt sterkari en vilji barnsins til tengingar.