Íslendingabók -

Unga fólkið er ánægt með Íslendingabók

Margir tengja ættfræðiáhuga við eldri borgara og telja að sá hópur sem noti Íslendingabók sé fólk sem er komið á eftirlaun. Staðreyndin er samt sú að flestir notendur Íslendingabókar eru á aldrinum 21 til 30 ára.


Þessi aldurshópur er vissulega mjög vel tengdur á netinu og samfélagsmiðlum og eyðir drjúgum tíma í að flakka um netið en fæstir hefðu haldið að Íslendingabók væri fastur viðkomustaður þeirra. Sú kenning hefur verið uppi að þetta sé vegna þess að unga fólkið sé í makaleit og þess vegna að skoða fjölskylduhagi hvers annars. Þetta eru bara getgátur og kannski hefur unga fólkið bara svona mikinn áhuga á ættfræði. Til dæmis er ungt fólk duglegt við að setja inn myndir þó eldri kynslóðin eigi þar vinninginn.


Það kann að vera að eldra fólkið kalli á yngri kynslóðina sér til aðstoðar þegar kemur að því að setja inn gögn á Íslendingabók en það skýrir varla þennan stóra hóp.